Landsréttur hefur nú vísað frá máli sem sóttvarnalæknir höfðaði til að fá felldan úr gildi héraðsdóm, þar sem felld var út gildi ákvörðun sóttvarnalæknis um að tilteknir einstaklingar skyldu dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir taldist, eins og mál voru komin, ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu.

Landsréttur hefur nú vísað frá máli sem sóttvarnalæknir höfðaði til að fá felldan úr gildi héraðsdóm, þar sem felld var út gildi ákvörðun sóttvarnalæknis um að tilteknir einstaklingar skyldu dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir taldist, eins og mál voru komin, ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu.

Dómur héraðsdóms stendur því en reglugerðin ekki, því í héraðsdómnum segir: „Til sanns vegar má færa að sjálf ákvörðun sóttvarnalæknis eigi sér stoð í því reglugerðarákvæði sem hún er byggð á eins og það er orðað. Að öllu framangreindu virtu er það hins vegar niðurstaða dómsins að þetta ákvæði reglugerðarinnar sem um ræðir skorti lagastoð og þar með umrædd ákvörðun sóknaraðila [sóttvarnalæknis] sem hafi þá gengið lengra en lögin heimila.“

Enn hafa engin svör fengist við þeirri spurningu með hvaða lagarökum reglugerðin var sett. Svo virðist því sem þar hafi verið gengið fram af léttúð þrátt fyrir alvöru málsins, frelsissviptingu borgaranna. Hvort sem ráðherra leitar frekari lagaheimildar til að renna stoðum undir reglur af þessu tagi eða ekki hlýtur Alþingi að taka þetta mál til sérstakrar umræðu og krefja ráðherrann skýringa á því hvernig að málum var staðið.