Ólafur Blómkvist Jónsson fæddist 13. nóvember 1934. Hann andaðist 12. mars 2021.

Útför Ólafs fór fram 23. mars 2021.

Elsku pabbi.

Þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Við, börnin þín, kveðjum þig með þessu fallega ljóði sem segir allt sem segja þarf.

Mér tregt er um orð til að þakka þér,

hvað þú hefur alla tíð verið mér.

Í munann fram myndir streyma.

Hver einasta minning er björt og blíð,

og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,

unz hittumst við aftur heima.

Ó, elsku pabbi, ég enn þá er

aðeins barn, sem vill fylgja þér.

Þú heldur í höndina mína.

Til starfanna gekkstu með glaðri lund,

þú gleymdir ei skyldunum eina stund,

að annast um

ástvini þína.

Þú farinn ert þangað á undan inn.

Á eftir komum við, pabbi minn.

Það huggar á harmastundum.

Þótt hjörtun titri af trega og þrá,

við trúum, að þig við hittum þá

í alsælu á grónum grundum.

Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,

um þrautir og baráttu ræddir fátt

og kveiðst ekki komandi degi.

(Hugrún)

Minning þín lifir með okkur sem elskum þig.

Þín börn,

Óskar, Eydís, Stefán og Ragnheiður Rósa.