Stolið Garður prestssetursins í Nuenen að vori eftir van Gogh er eitt stolnu verkanna.
Stolið Garður prestssetursins í Nuenen að vori eftir van Gogh er eitt stolnu verkanna.
Lögreglan í Hollandi hefur handtekið 58 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa stolið málverkum eftir Vincent van Gogh og Frans Hals af söfnum í Hollandi í skjóli nætur á síðasta ári.
Lögreglan í Hollandi hefur handtekið 58 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa stolið málverkum eftir Vincent van Gogh og Frans Hals af söfnum í Hollandi í skjóli nætur á síðasta ári. Um er að ræða verkin „Garður prestssetursins í Nuenen að vori“ eftir van Gogh, sem metið er á tæplega 900 milljónir ísl. kr., og „Tveir hlæjandi piltar með könnu af bjór“ eftir Hals, sem metið er á rúma 2,3 milljarða ísl. kr. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu, en verkin fundust ekki við húsleit. „Við höldum leitinni ótrauðir áfram. Handtakan er mikilvægt skref í rannsókninni,“ er haft eftir hollensku lögreglunni í frétt The Guardian . Hollenski rannsóknarlögreglumaðurinn Arthur Brand, sem sérhæft hefur sig í endurheimt stolinna listaverka, fagnar handtökunni á Twitter þar sem hann skrifar: „Annar stórsigur fyrir hollensku lögregluna. Nú flækist málið...“