Raúl Kastró
Raúl Kastró
Flokksþing kommúnistaflokks Kúbu hófst í gær, en þar hyggst hinn 89 ára gamli Raúl Kastró segja af sér embætti aðalritara flokksins og afhenda það Miguel Diaz-Canel, sem nú gegnir forsetaembætti landsins.

Flokksþing kommúnistaflokks Kúbu hófst í gær, en þar hyggst hinn 89 ára gamli Raúl Kastró segja af sér embætti aðalritara flokksins og afhenda það Miguel Diaz-Canel, sem nú gegnir forsetaembætti landsins.

Verður það í fyrsta sinn frá árinu 1959 sem landinu er ekki stjórnað af Kastró-bræðrum, en eldri bróðir Raúls, Fídel, stýrði Kúbu frá byltingunni 1959 og þar til hann afhenti bróður sínum völdin 2006. Stjórnmálaskýrendur telja litlar líkur á að Diaz-Canel muni lýðræðisvæða Kúbu, en öll völd á eyjunni eru kirfilega í höndum kommúnista. Kúbverjar glíma nú við verstu efnahagskreppu sína frá falli Sovétríkjanna, matarskort og langar raðir eftir mat og öðrum nauðsynjum.