— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sker þetta er hluti af Vestmannaeyjaklasanum og er rétt norður af Ystakletti á Heimaey. Milli kletts og sunds er Faxasund. Skerið er svart og drungalegt og umhverfis þar er oftast kraumandi sjór vegna sterkra strauma.
Sker þetta er hluti af Vestmannaeyjaklasanum og er rétt norður af Ystakletti á Heimaey. Milli kletts og sunds er Faxasund. Skerið er svart og drungalegt og umhverfis þar er oftast kraumandi sjór vegna sterkra strauma. Þekkt er úr sögunni svonefnt Helgaslys, þegar trébáturinn Helgi VE 333 rakst vélarvana á skerið, brotnaði í spón svo fórust tíu manns. Hvað heitir skerið?