Eftirsótt Húsin í Hraunskarði 2-8 og Hádegisskarði 4 og 6 seldust upp.
Eftirsótt Húsin í Hraunskarði 2-8 og Hádegisskarði 4 og 6 seldust upp. — Teikning/ONNO
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Allar 32 íbúðirnar í sex fjölbýlishúsum í Skarðshlíð í Hafnarfirði seldust upp áður en söluvefur fór í loftið. Um var að ræða Hraunskarð 2-8 og Hádegisskarð 4 og 6.

Allar 32 íbúðirnar í sex fjölbýlishúsum í Skarðshlíð í Hafnarfirði seldust upp áður en söluvefur fór í loftið. Um var að ræða Hraunskarð 2-8 og Hádegisskarð 4 og 6.

Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að meðal kaupenda hafi verið fólk sem tók hlutdeildarlán til að kaupa sína fyrstu eign. Þá hafi fjárfestir keypt tvö húsanna.

Komu í sölu eftir páska

Aron Freyr segir að jafnframt sé búið að selja helming íbúðanna í Hádegisskarði 2, eða fimm íbúðir af tíu, síðan þær komu í sölu þriðjudaginn eftir páska.

Á næstu vikum komi svo níu íbúðir í sölu í Geislaskarði 2.

Þegar Morgunblaðið ræddi við Aron Frey í nóvember höfðu 22 íbúðir í Brenniskarði 1 selst upp á nokkrum dögum. Salan í Hraunskarði og Hádegisskarði bendir til að það hafi ekki verið tilviljun heldur að eftirspurn sé jafnvel umfram framboð í þessu nýja íbúðahverfi.

Aron Freyr segir búið að selja 59 af 64 nýjum íbúðum í Skarðshlíðinni að undanförnu. Á þessu ári muni 63 íbúðir koma í sölu til viðbótar í hverfinu. Meðal annars muni Bygg setja á sölu íbúðir í Stuðlaskarði í maí eða júní. baldura@mbl.is