Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, rak endahnútinn á Viðskiptablaðið í vikunni. Hún skrifaði um ólíkar launahækkanir hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Í Noregi hafi fyrr í vikunni verið samið um 2,7% hækkun meðallauna á milli áranna 2020 og 2021. Í Svíþjóð hafi í lok liðins árs verið samið um meðalhækkun á ári upp á 1,8% á tímabilinu 2020 til 2023.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, rak endahnútinn á Viðskiptablaðið í vikunni. Hún skrifaði um ólíkar launahækkanir hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Í Noregi hafi fyrr í vikunni verið samið um 2,7% hækkun meðallauna á milli áranna 2020 og 2021. Í Svíþjóð hafi í lok liðins árs verið samið um meðalhækkun á ári upp á 1,8% á tímabilinu 2020 til 2023.

Svo segir Ásdís: „Til samanburðar hækkuðu laun á Íslandi um ríflega 6% í fyrra og í febrúar síðastliðnum hækkaði launavísitalan um tæplega 11% milli ára. Á Norðurlöndunum snúast deilur um það hvort 2% launahækkanir hamli fjölgun starfa og skaði samkeppnisstöðu atvinnulífsins en á Íslandi virðast flestir telja að launahækkanir geti aldrei orðið of miklar.“

Hún bætir því við að samdráttur landsframleiðslunnar hafi í fyrra mælst 6,6% hér á landi en 0,8% í Noregi og 2,8% í Svíþjóð.

Þá minnir hún á hve mikið atvinnuleysið er hér á landi og bætir við: „Það er furðuleg staða að miklar launahækkanir eigi sér stað á sama tíma og atvinnuleysi er í methæðum og stærsta útflutningsgrein landsins í lamasessi.“

Hvernig stendur á því að íslensk verkalýðsfélög eru, ólíkt öðrum norrænum verkalýðsfélögum, svona illilega laus við raunveruleikatengingu?