Náttúra Verk eftir Gunnhildi Ólafsdóttur.
Náttúra Verk eftir Gunnhildi Ólafsdóttur.
Samtal nefnist samsýning Elínar Þ. Rafnsdóttur og Gunnhildar Ólafsdóttur sem opnuð verður í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsi, hafnarmegin, í dag, laugardag, frá kl. 14 til 17.
Samtal nefnist samsýning Elínar Þ. Rafnsdóttur og Gunnhildar Ólafsdóttur sem opnuð verður í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsi, hafnarmegin, í dag, laugardag, frá kl. 14 til 17.

„Elín og Gunnhildur eiga það sameiginlegt að náttúran hefur verið innblástur í verkum þeirra þó útfærslan sé ólík. Báðar vinna þær í krossviðarplötur, Elín með tölvustýrða fræsivél og resin en Gunnhildur vinnur með tréristuverkfærum og solarplate. Segja má að grafíklistin hafi gengið í endurnýjun lífdaganna bæði með stafrænni tækni og alls kyns tilraunastarfsemi,“ segir um sýninguna í tilkynningu og að Elín og Gunnhildur hafi báðar tekið virkan þátt í sýningum hérlendis og erlendis.

Sýningin stendur yfir til 2. maí og er salurinn opinn frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-17.