Draumur Breska leikkonan Kelly Macdonald segir það draumi líkast að hafa fengið hlutverk í hinum vinsælu lögregluþáttum Line of Duty en hún gekk til liðs við þættina fyrir nýjustu seríuna, sem er sú sjötta í röðinni.
Draumur Breska leikkonan Kelly Macdonald segir það draumi líkast að hafa fengið hlutverk í hinum vinsælu lögregluþáttum Line of Duty en hún gekk til liðs við þættina fyrir nýjustu seríuna, sem er sú sjötta í röðinni. „Þetta er nánast eins og að vera hinn nýi [James] Bond eða eitthvað þvíumlíkt. Kannski má bera þetta saman við Doctor Who,“ segir hún í samtali við breska blaðið The Independent. Hún hefur ekki síður gaman af umræðunum og vangaveltunum úti í bæ, en margir hafa skoðun á því sem er að gerast í Line of Duty. „Það er svo magnað að þættirnir komi vikulega, þannig að fólk þarf að bíða til að halda samræðum sínum áfram.“