Eftirmynd Tæknimenn og listfræðingar sem skönnuðu og prentuðu út í þrívíddarprentara eftirmynd Davíðs sýna verkið hér fjölmiðlafólki.
Eftirmynd Tæknimenn og listfræðingar sem skönnuðu og prentuðu út í þrívíddarprentara eftirmynd Davíðs sýna verkið hér fjölmiðlafólki. — AFP
Davíð sá sem liggur hér á beði sínum á verkstæði handverksmanna í Flórens er ekki sá rúmlega fimm metra hái sem Michelangelo hjó út í marmara í byrjun 16. aldar.
Davíð sá sem liggur hér á beði sínum á verkstæði handverksmanna í Flórens er ekki sá rúmlega fimm metra hái sem Michelangelo hjó út í marmara í byrjun 16. aldar. Sú fræga höggmynd meistarans af unga manninum sem felldi risann Golíat með skoti úr slöngvivað stendur í Galleria dell' Accademia þar í borg en þetta er nákvæm eftirmynd marmarastyttunnar, prentuð með nýjustu tækni út úr þrívíddarprentara, úr akrýlresini. Var verkið prentað út í 14 hlutum sem síðan voru felldir saman. Hér bíður Davíð þess að vera þakinn marmaradufti til að eftirmyndin verði sem líkust frummyndinni. Styttan verður síðan send til Dubaí þar sem hún verður á mikilli sýningu, Dubai Expo 2021. Markmiðið er að kynna hvað þrívíddarprentun getur nýst vel og með margskonar hætti í listsköpun og umsýslu með listaverk.