Sorg Flaggað var í hálfa stöng á Hvíta húsinu vegna ódæðisins í Indianapolis.
Sorg Flaggað var í hálfa stöng á Hvíta húsinu vegna ódæðisins í Indianapolis. — AFP
Að minnsta kosti átta manns létust í skotárás í borginni Indianapolis, höfuðborg Indianaríkis Bandaríkjanna, í gærmorgun. Árásarmaðurinn keyrði upp að póstmiðstöð FedEx í borginni, steig út úr bifreið sinni og hóf skothríð með riffli.

Að minnsta kosti átta manns létust í skotárás í borginni Indianapolis, höfuðborg Indianaríkis Bandaríkjanna, í gærmorgun. Árásarmaðurinn keyrði upp að póstmiðstöð FedEx í borginni, steig út úr bifreið sinni og hóf skothríð með riffli. Stóð árásin yfir í örfáar mínútur áður en hann ákvað að falla fyrir eigin hendi.

Ekki er vitað á þessari stundu hvaða ástæður lágu að baki árásinni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi, þar af er einn í lífshættu.