Skáldið Óskar Árni Óskarsson orti myndljóðin á sýningunni í Hjarta Reykjavíkur á fjórar ólíkar ritvélar.
Skáldið Óskar Árni Óskarsson orti myndljóðin á sýningunni í Hjarta Reykjavíkur á fjórar ólíkar ritvélar. — Morgunblaðið/Einar Falur
Með tveimur fingrum er heiti sýningar á myndljóðum eftir skáldið Óskar Árna Óskarsson sem verður opnuð í dag, laugardag, milli kl. 13 og 18 í Hjarta Reykjavíkur á Laugavegi 12b.
Með tveimur fingrum er heiti sýningar á myndljóðum eftir skáldið Óskar Árna Óskarsson sem verður opnuð í dag, laugardag, milli kl. 13 og 18 í Hjarta Reykjavíkur á Laugavegi 12b. Ljóðin á sýningunni hefur Óskar Árni ort á fjórar ólíkar ritvélar: Adler Tippa 1, Smith Corona Classic 12, Message Concept 11 og Silver Reed EZ 21.

Óskar Árni er Reykjavíkurskáld, fæddur árið 1950. Hann hefur sent frá sér fjölmargar ljóðabækur, smáprósa og þýðingar. Þetta er önnur myndljóðasýning Óskars Árna en hann hefur áður sýnt ljóð sín í Borgarbókasafninu og þá hafa myndljóð hans komið út á bókum og í tímaritum.