Neisti Sumir finna neistann í First Dates, aðrir ekki.
Neisti Sumir finna neistann í First Dates, aðrir ekki.
Hann var ekki feiminn miðaldra maðurinn sem tilkynnti konu á blindu stefnumóti að hann ætti við risvandamál að stríða. Það kom smá fát á konuna sem von er.

Hann var ekki feiminn miðaldra maðurinn sem tilkynnti konu á blindu stefnumóti að hann ætti við risvandamál að stríða. Það kom smá fát á konuna sem von er. Maðurinn lýsti því fyrir alþjóð að hann gæti samt stundað kynlíf með því að sprauta í liminn efni sem kostaði 16 pund sprautan, sem sagt 2.800 kall fyrir hvern drátt. Nú eða í hvert sinn sem hann vildi „toga í spottann“ svo við förum pent í þetta.

Þetta stórskemmtilega samtal ókunnugs ástleitandi miðaldra fólks mátti sjá í breska þættinum First Dates sem sýndur er á Stöð 2.

Það er yndislegt að fylgjast með týpunum þar en sem betur fer er fólk af öllum stærðum, gerðum, aldri og kynþætti valið þar inn, sem gerir þáttinn svo líflegan. Það er ekki bara unga og fallega fólkið sem leitar að ástinni nefnilega!

Oft smellur fólk saman um leið og úr verða ástarsambönd og jafnvel hjónabönd. Önnur stefnumót enda með ósköpum, en í lok hvers þáttar eiga pörin að ákveða hvort þau vilji annað stefnumót.

Aumingja hreinskilni maðurinn með risvandamálið fékk ekki annan séns. Hún sagðist ekki hafa fundið neistann.

Spurning hvort svona mikil hreinskilni á fyrsta stefnumóti sé góð hugmynd.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Höf.: Ásdís Ásgeirsdóttir