Þorgeir Pálsson
Þorgeir Pálsson
Þorgeiri Pálssyni var sagt upp störfum sem sveitarstjóra Strandahrepps á þriðjudaginn. Hann íhugar nú réttarstöðu sína eftir brottreksturinn og skoðar að fara með málið fyrir dómstóla.
Þorgeiri Pálssyni var sagt upp störfum sem sveitarstjóra Strandahrepps á þriðjudaginn. Hann íhugar nú réttarstöðu sína eftir brottreksturinn og skoðar að fara með málið fyrir dómstóla. Í tilkynningu í gær sagði Þorgeir að brottreksturinn hefði komið á óvart þótt vissulega hafi ágreiningur verið innan sveitarstjórnar. Hann segir sumar ákvarðanir sem teknar hafi verið í sveitarstjórn stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir og siðareglur. Hann segir að honum hafi áður verið vísað úr vinnuhópum vegna gagnrýni sinnar þrátt fyrir að vera æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins. Þorgeir segir brottreksturinn ekki tengjast fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en nýlega þurfti ríkið að hlaupa undir bagga með sveitarfélaginu sem hlaut 30 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.