Önnur þraut. S-Allir Norður &spade;Á9 &heart;KG32 ⋄Á6543 &klubs;D4 Vestur Austur &spade;KD107 &spade;852 &heart;954 &heart;10876 ⋄7 ⋄KG98 &klubs;K10862 &klubs;G9 Suður &spade;G643 &heart;ÁD ⋄D102 &klubs;Á753 Suður spilar 3G.

Önnur þraut. S-Allir

Norður
Á9
KG32
Á6543
D4

Vestur Austur
KD107 852
954 10876
7 KG98
K10862 G9

Suður
G643
ÁD
D102
Á753

Suður spilar 3G.

Kantar gefur ekki upp sagnir, en það má ímynda sér að suður opni á veiku grandi og endi sem sagnhafi í 3G eftir Stayman-þreifingar norðurs. Útspilið er spaðakóngur.

Sviðið sett: Þú drepur á spaðaás og spilar litlum tígli úr borði. Austur rýkur upp með kónginn til að spila spaðaáttu og vestur á slaginn á tíuna. Vestur skiptir svo yfir í hjartaníu.

Lausn: Sú staðreynd að vestur spilar hjarta en ekki laufi bendir til að hann sé með laufkóng. En það er ástæðulaust að slá því föstu að sinni. Fyrst er að kanna hvað tígullinn gefur af sér. Þú tekur hjartaníuna heima með ás og spilar tígultíu á ásinn í borði! Stíflar litinn, vitandi vits. Þetta kostar yfirslag í 3-2-legu (þú þarft að yfirdrepa D), en með þessu móti áttu samgang til að sækja níunda slaginn á laufdrottningu ef tígullinn liggur illa.