Ríkisútvarpið sendi frá sér fréttatilkynningu eftir aðalfund félagsins í fyrradag. Þar kom fram að afkoman hefði verið neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 og að það væri vegna kórónuveirunnar. Tapið hafi numið 209 milljónum króna og auglýsingatekjur hafi lækkað um tæplega 200 milljónir.

Ríkisútvarpið sendi frá sér fréttatilkynningu eftir aðalfund félagsins í fyrradag. Þar kom fram að afkoman hefði verið neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 og að það væri vegna kórónuveirunnar. Tapið hafi numið 209 milljónum króna og auglýsingatekjur hafi lækkað um tæplega 200 milljónir.

Í tilkynningunni var skautað fram hjá þeirri staðreynd að tekjur voru nánast óbreyttar á milli ára. Þær námu 6.861 milljón og lækkuðu aðeins um 12 milljónir, eða um 0,17%. Það er ekki slæmt í miðjum kórónuveirufaraldri og skýrist vitaskuld af því að farið var enn dýpra í vasa almennings en áður.

Staðreyndin er sú að fréttir af afkomu Ríkisútvarpsins og annarra slíkra stofnana hafa litla þýðingu. Ríkisútvarpið var í raun rekið með um fimm milljarða króna halla, en þann halla bera skattgreiðendur.

Þessu til viðbótar bera keppinautar Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, aðrir fjölmiðlar, hallann af samkeppninni þar, en Ríkisútvarpið tekur til sín um tvo milljarða af þeim markaði. Engin leið er að fullyrða með vissu hvert það fé færi að öðrum kosti, en öllum má ljóst vera að stór hluti þess færi til annarra innlendra fjölmiðla.

Því má ekki gleyma að Ríkisútvarpið fær gríðarlegt fé frá almenningi, það missti engar tekjur í kórónuveirufaraldrinum, og að þar væri hægt að spara mikið, væri til þess einhver vilji.