Ný tækni Moxie skilar sínu á Mars.
Ný tækni Moxie skilar sínu á Mars.
Lítið rannsóknartæki á stærð við brauðrist sem er hluti af tilraunatækjum Marsfarsins Þrautseigju hefur breytt koltvíildi í lofthjúpi reikistjörnunnar í súrefni.
Lítið rannsóknartæki á stærð við brauðrist sem er hluti af tilraunatækjum Marsfarsins Þrautseigju hefur breytt koltvíildi í lofthjúpi reikistjörnunnar í súrefni. Tækið, sem kallað er Moxie, skilaði 5 grömmum súrefnis í fyrstu tilraun en það magn dugar geimfara á mars í um 10 mínútur. Afköst tækisins munu vera 10 grömm á klukkustund. Hugmynd bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA er að í framtíðinni taki geimfarar stærri útgáfu Moxie með sér til mars fremur en að geimför færi þeim allt súrefni sem þeir þyrftu til dvalar á plánetunni rauðu. Koltvíildi er ríkjandi í lofthjúpi Mars eða 96%. Súrefni mælist aðeins 0,13% hjúpsins.