Stjórn Læknafélags Íslands telur ekki lagastoð fyrir nýjum skilyrðum sem heilbrigðisráðherra hyggst setja fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði vegna þjónustu sjúkratryggðra hjá sérgreinalæknum.
Stjórn Læknafélags Íslands telur ekki lagastoð fyrir nýjum skilyrðum sem heilbrigðisráðherra hyggst setja fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði vegna þjónustu sjúkratryggðra hjá sérgreinalæknum. Leggst stjórnin eindregið gegn því að ráðherra staðfesti þau drög að reglugerð sem kynnt hafa verið um leið og hún er hvött til að gefa SÍ fyrirmæli um það að ganga sem fyrst til samninga við sérgreinalækna um þá þjónustu sem þeir veita sjúkratryggðum. Telur félagið ábyrgðina á því að samningar hafa ekki náðst liggja aðallega hjá Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðherra.