Garðabærinn Gunnar Steinn leikur með Stjörnunni næsta vetur.
Garðabærinn Gunnar Steinn leikur með Stjörnunni næsta vetur. — Ljósmynd/Stjarnan
Leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson mun ganga til liðs við handknattleikslið Stjörnunnar að loknu yfirstandandi tímabili. Gengur hann til liðs við félagið frá þýska 1. deildarliðinu Göppingen og verður spilandi aðstoðarþjálfari Patreks Jóhannessonar.

Leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson mun ganga til liðs við handknattleikslið Stjörnunnar að loknu yfirstandandi tímabili. Gengur hann til liðs við félagið frá þýska 1. deildarliðinu Göppingen og verður spilandi aðstoðarþjálfari Patreks Jóhannessonar. Ljóst er að um mikinn liðstyrk er að ræða enda Gunnar Steinn með 12 ára reynslu úr atvinnumennsku og á auk þess 42 A-landsleiki að baki.

Gunnar verður 34 ára í maí og var fyrst í Fjölni en sló í gegn með HK áður en hann hélt utan.