[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Handknattleiksmaðurinn Arnór Freyr Stefánsson spilar ekki meira með Aftureldingu á tímabilinu en vonast var til að hann myndi snúa aftur í síðustu deildarleikina.

*Handknattleiksmaðurinn Arnór Freyr Stefánsson spilar ekki meira með Aftureldingu á tímabilinu en vonast var til að hann myndi snúa aftur í síðustu deildarleikina. Markvörðurinn meiddist á hné í lok febrúar og tók ekki þátt í síðustu leikjum Mosfellinga áður en Íslandsmótinu var frestað vegna hertra sóttvarna. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, greindi frá þessu í samtali við handbolta.is.

Arnór hefur komið við sögu í 13 leikjum til þessa en ásamt honum eru markmennirnir Bjarki Snær Jónsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson í leikmannahópi liðsins.

*Knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic verður áfram í herbúðum AC Milan á næstu leiktíð og mun því fagna fertugsafmæli sínu sem leikmaður í efstu deild á Ítalíu. Miðillinn Goal greinir frá því að Zlatan hafi samþykkt eins árs framlengingu á samningi en hann hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum fyrir liðið í vetur. Svíinn, sem sneri á dögunum aftur í sænska landsliðið, verður fertugur í október.

* Jón Dagur Þorsteinsson lagði uppfyrra mark AGF í 2:0-heimasigri á Randers í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Sigurinn var sá fyrsti hjá AGF í úrslitakeppninni en liðið situr í 3. sæti riðilsins af sex. Íslendingurinn var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 84. mínúturnar en hann lagði upp opnunarmark leiksins strax á sjöundu mínútu, átti fyrirgjöf frá vinstri sem Albert Gronbæk skoraði úr með skalla. Alexander Ammitzboll skoraði svo annað markið í uppbótartíma eftir að Jón Dagur var farinn af velli.

AGF er sem fyrr segir í 3. sæti með 42 stig en sex umferðir eru eftir af tímabilinu.