Á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 kemur fram hljómsveitin Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal.
Á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 kemur fram hljómsveitin Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal. Þessi kvartett er ný hljómsveit leidd af bræðrunum Ólafi og Þorgrími Jónssonum sem leika á bassa og saxófón. Auk þeirra koma fram Matthías Hemstock á trommur og Haukur Gröndal á saxófón. Á efnisskránni verður að mestu ný djasstónlist úr smiðju bræðranna sem er sérsamin fyrir þetta tilefni auk þess sem eldra efni verður lagað að hljóðfæraskipan kvöldsins.