Kristín fæddist 11.4. 1945. Hún lést 1.3. 2021.

Útför hennar var gerð í kyrrþey.

Á kveðjustund langar mig í fáum orðum að þakka gamalli vinkonu, Kristínu, fyrir góðar samverustundir hér á árum áður, bæði í gegnum félagsstörf geislafræðinga og ýmislegt annað, eins og eftirminnilega afmælisferð til Hollands. Var gaman að þræða saman listasöfnin í Amsterdam. Kristín var mjög vel að sér í hverskonar listum – mikill listunnandi. Kristín var afbragðskokkur. Naut ég góðs af því þegar Anna, dóttir mín, fermdist og Kristín tók að sér að sjá um veisluna.

Kristín var tryggur vinur, sem hún sýndi m.a. með því að hringja alltaf reglulega í mig, rétt til að minna á að vináttan væri alltaf til staðar. Fyrir það ber að þakka.

Hvíl í friði vinkona kær.

Helga Magnúsdóttir.