„Alltaf AstraZeneca hjá mér, það er mitt bóluefni og verður og ég ætla að biðja um það,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og samfélagsmiðlastjarna, aðspurður hvort hann ætli sér í bólusetningu.
„Alltaf AstraZeneca hjá mér, það er mitt bóluefni og verður og ég ætla að biðja um það,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og samfélagsmiðlastjarna, aðspurður hvort hann ætli sér í bólusetningu. Hjálmar mætti í viðtal í Síðdegisþáttinn á K100 þar sem hann ræddi meðal annars um bólusetningar og lífsstílsbreytinguna sem hann hefur undanfarið tekið sér fyrir hendur en hann hefur undanfarið tekið mataræði sitt í gegn og fór hann úr því að borða 16 brauðsneiðar á dag niður í þrjár til fjórar sneiðar. Þá ákvað hann einnig að fara að hreyfa sig meira og byrjaði fyrsta daginn af krafti. Daginn eftir hafði hann svo gleymt því að hann væri í átaki og sé hann því strax kominn í skuld. Viðtalið við Hjálmar má nálgast í heild sinni á K100.is.