Héraðsdómur Marek Moszcynski, sakborningur í málinu, í dómsal í gær.
Héraðsdómur Marek Moszcynski, sakborningur í málinu, í dómsal í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðalmeðferð hóst í gærmorgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Marek Moszcynski, sem ákærður er fyrir að hafa kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg síðasta sumar með þeim afleiðingum að þrír létust.

Aðalmeðferð hóst í gærmorgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Marek Moszcynski, sem ákærður er fyrir að hafa kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg síðasta sumar með þeim afleiðingum að þrír létust.

Marek neitaði sök um manndráp og íkveikju við þingfestingu málsins síðasta haust. Þrír geðlæknar hafa metið Marek ósakhæfan.

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð, á tveimur stöðum á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þrír létust í brunanum; 24 ára kona, 21 árs karlmaður og 26 ára kona.

Lýsingar vitna sem komu fyrir dómara vöktu óhug meðal þeirra sem viðstaddir voru í gærmorgun. Eitt vitnanna lýsti því að hann hefði séð nágrannakonu sína logandi á gangi hússins þegar hann varð eldsins var.