Fjárfesting Hér sést lítill hluti þeirra smáhýsa sem eru í borgargeymslunni.
Fjárfesting Hér sést lítill hluti þeirra smáhýsa sem eru í borgargeymslunni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristján H. Johannessen khj@mbl.

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

„Eins og þetta er framkvæmt núna er þetta ekkert annað en neyslurými og það eykur einungis vandann,“ segir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, og vísar til smáhýsaverkefnis Reykjavíkurborgar en Morgunblaðið greindi frá því um helgina að mikil óregla og sóðaskapur einkenndi nýja smáhýsabyggð í Gufunesi í Reykjavík. Baldur segir það „hreint út sagt skelfilegt að planta fárveiku fólki eftirlitslausu úti í móa“ og gagnrýnir smáhýsastefnu borgarinnar harðlega. Hún muni einungis valda meiri neyslu.

Á geymslusvæði í Skerjafirði hafa yfir 20 smáhýsi staðið óupphituð og afskipt í rúmt ár. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fermetraverð smáhýsa yfir einni milljón. „Svo dagar þau bara uppi á geymslusvæði,“ segir hann. 10