Kirkjustígur Þörf var orðin á að bera í stíginn og var gengið í það af krafti.
Kirkjustígur Þörf var orðin á að bera í stíginn og var gengið í það af krafti. — Ljósmynd/GÞP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Flateyingar létu margar hendur standa fram úr ermum um helgina. Kirkjan var þrifin hátt og lágt og kirkjustígurinn stunginn upp og möl borin í hann.

Flateyingar létu margar hendur standa fram úr ermum um helgina. Kirkjan var þrifin hátt og lágt og kirkjustígurinn stunginn upp og möl borin í hann. Á fimmtudag var hafist handa við að taka grunn slökkvistöðvar í Flatey og síðan tók við mótauppsláttur og steypuvinna.

Að loknu góðu dagsverki á laugardag var safnast saman í Bryggjubúðinni í Frystihúsinu þar sem samheldni og sumri var fagnað. aij@mbl.is