Dáð Christa Ludwig þótti einn fremsti mezzósópran síns tíma.
Dáð Christa Ludwig þótti einn fremsti mezzósópran síns tíma. — AFP
Þýska mezzósópransöngkonan Christa Ludwig, ein ástsælasta óperusöngkona og ljóðasöngvari seinni hluta 20. aldar, er látin, 93 ára að aldri. Á óperusviði var Ludwig hvað þekktust fyrir túlkun sína á hlutverkum eftir Mozart, Strauss og Wagner.
Þýska mezzósópransöngkonan Christa Ludwig, ein ástsælasta óperusöngkona og ljóðasöngvari seinni hluta 20. aldar, er látin, 93 ára að aldri. Á óperusviði var Ludwig hvað þekktust fyrir túlkun sína á hlutverkum eftir Mozart, Strauss og Wagner. Hún söng í öllum helstu óperuhúsunum – en sérstaklega mikið við Vínaróperuna og Metropolitan-óperuna, auk þess að vera reglulegur flytjandi á Salzburgar-hátíðinni – og átti hún rómað samstarf við stjórnendurna Karl Böhm, Leonard Bernstein og Herbert von Karajan. Þá lagði Ludwig mikla rækt við ljóðasöng og þótti í allra fremstu röð á því sviði.