Við gosið Fjölskyldan fór að skoða eldgosið í Geldingadölum. Fv.: Gunnar, Ásdís Björk, Jóhannes Birkir, Anna María og Guðrún Ágústa.
Við gosið Fjölskyldan fór að skoða eldgosið í Geldingadölum. Fv.: Gunnar, Ásdís Björk, Jóhannes Birkir, Anna María og Guðrún Ágústa.
50 ára Anna María fæddist í Keflavík 27. apríl 1971 og ólst upp í Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún var í Tónlistarskóla Njarðvíkur og spilaði á klarínett í Lúðrasveit skólans.
50 ára Anna María fæddist í Keflavík 27. apríl 1971 og ólst upp í Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún var í Tónlistarskóla Njarðvíkur og spilaði á klarínett í Lúðrasveit skólans. Um tvítugt flutti hún í Garðabæinn og ári síðar til Kaupmannahafnar þar sem hún var í tvö ár. Þegar heim kom flutti hún aftur í Garðabæinn, fór í Iðnskólann og útskrifaðist með meistararéttindi í hárgreiðslu árið 1995. „Ég söðlaði um og hóf nám í Fósturskóla Íslands árið 1997 og útskrifaðist með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá KÍ árið 2001. Ég starfaði í 15 ár í Kjarrinu í Garðabæ sem var einkarekinn leikskóli en árið 2012 hóf ég störf á leikskólanum Hæðarbóli í Garðabæ, þar sem ég er m.a. verkefnastjóri tónlistar, kenni tónlist og stýri barnakór skólans. Mér finnst ofboðslega gaman að vinna í gegnum tónlist með börnum.“ Anna María hefur sungið í Kvennakór Garðabæjar í 20 ár eða frá því að hún útskrifaðist. „Síðan stunda ég almenna útivist af kappi, geng á fjöll, stunda golf og stangveiði með fjölskyldunni og hundunum okkar tveimur.“

Fjölskyldan Eiginmaður Önnu Maríu er Gunnar Jóhannesson, f. 15.2. 1968, sérfræðingur og meðeigandi Arctica Finance. Börn þeirra eru Ásdís Björk stjórnmálafræðingur, f. 22.2. 1993; Jóhannes Birkir jarðfræðinemi, f. 8.8. 1996 og Guðrún Ágústa, söng- og menntaskólanemi, f. 7.8. 2003. Foreldrar Önnu Maríu eru hjónin Sigurjón Torfason frá Miðhúsum í Garði, f. 1944 og Ágústa Guðmundsdóttir úr Njarðvík, f. 1950.