Skúli Magnússon
Skúli Magnússon
Skúli Magnússon, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, var á Alþingi í gær kosinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Skúli var kosinn umboðsmaður með 49 atkvæðum. Hann tekur við embætti 1. maí nk. af Tryggva Gunnarssyni.

Skúli Magnússon, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, var á Alþingi í gær kosinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára.

Skúli var kosinn umboðsmaður með 49 atkvæðum. Hann tekur við embætti 1. maí nk. af Tryggva Gunnarssyni. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í embættið, þau Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Skúli Magnússon. Áslaug tilkynnti 6. apríl sl. að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti umboðsmanns.

Að loknu kjöri Skúla Magnússonar þakkaði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Tryggva Gunnarssyni farsæl störf sem umboðsmaður Alþingis í rúm 22 ár.