Í síðustu viku var hægt að finna ýmislegt hlægilegt í írafárinu í kringum ofurdeildina svokölluðu sem knattspyrnufélög höfðu samþykkt að stofna.
Í síðustu viku var hægt að finna ýmislegt hlægilegt í írafárinu í kringum ofurdeildina svokölluðu sem knattspyrnufélög höfðu samþykkt að stofna.

Gianni Infantino , forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði eitthvað á þá leið að hætta væri á að hagsmunum margra væri fórnað fyrir fjárhagslega hagsmuni fárra. Það er nefnilega það.

Stundum veltir maður fyrir sér í hvaða ljósi forystumenn í knattspyrnuheiminum sjá sig. Þegar forseti FIFA lætur þetta út úr sér þá er hann bara að gefa upp (blak)boltann og bíða eftir því að einhver smassi hann yfir netið og niður í gólfið.

er svo sem fínt að FIFA láti í sér heyra ef mönnum þar á bæ líka ekki þessar fyrirætlanir. Vítin eru til að varast þau og klofningurinn í körfuboltanum þegar Euroleague var stofnuð hefur haft margvísleg áhrif. Leikmenn eins og Martin Hermannsson geta ekki spilað landsleiki ef þeim sýnist svo. Real Madríd og Barcelona voru einnig þátttakendur þegar Euroleague var stofnuð og ljóst hvaðan fyrirmyndin að ofurdeildinni kemur.

Maður hefði hins vegar haldið að ekki væri þetta heppilegasta orðalagið hjá æðsta manni FIFA; samtaka sem virtust starfa eins og skipulögð glæpasamtök svo notast sé við orðalag úr útvarpsþættinum Í ljósi sögunnar. Það er ekki eins og fjárdrátturinn og múturnar hjá FIFA hafi átt sér stað á miðöldum. Stjórnarmenn í samtökunum voru handteknir árið 2015. Einnig gæti einhverjum þótt orðalagið óheppilegt í ljósi þess að fluttar eru fréttir af því að fleiri hundruð manns hafi látist við að reisa mannvirki í Katar fyrir stærstu keppnina á vegum FIFA.