Geimfari Ryan Gosling sem Neil Armstrong.
Geimfari Ryan Gosling sem Neil Armstrong.
Geimferðir virðast vera að komast í tísku á ný, nú þegar Bandaríkjamenn ætla að fara aftur til tunglsins eftir hálfrar aldar hlé.

Geimferðir virðast vera að komast í tísku á ný, nú þegar Bandaríkjamenn ætla að fara aftur til tunglsins eftir hálfrar aldar hlé. Fyrsta tunglferðin var farin í júlí 1969 og í nýlegri kvikmynd um ævi Neils Arm-strongs á Netflix með Ryan Gosling í aðalhlutverki er fjallað um þessa atburði. Þar kemur fram að lendingin á tunglinu hafi verið mesti fjölmiðlaviðburður sögunnar, að minnsta kosti fram að því en áætlað er að 650 milljónir manna hafi fylgst með lendingunni í beinni útsendingu í sjónvarpi.

En á þessum tíma var íslenska sjónvarpið jafnan í sumarfríi í júlí. Þegar ég skoðaði umfjöllun íslenskra blaða frá þessum tíma rakst ég á fréttatilkynningu frá Sjónvarpinu, sem birtist í Morgunblaðinu 20. júlí, daginn fyrir lendinguna á tunglinu. Þar segir að Sjónvarpið geti ekki tekið beint á móti og sent samtímis lifandi myndir af fjarlægum atburðum. Sjónvarpið telji það illa nauðsyn að þurfa að hætta útsendingum vikum saman og geta því ekki flutt daglega fréttamyndir af stóratburðum. „Hins vegar þykir orka tvímælis að taka ákvörðun um aukaútsendingu og kalla notendur að tækjum sínum, meðan ekki er séð, hvaða efni er hægt að bjóða þeim. Daginn sem Sjónvarpið opnar, hinn 3. ágúst, mun verða ítarleg dagskrá um þennan einstæða atburð.“

Það hefur margt breyst á hálfri öld.

Guðmundur Sv. Hermannsson