Rudy Giuliani
Rudy Giuliani
Skammarverðlaunin sem kennd eru við Gullna hindberið (Razzies) og veitt eru fyrir það sem þykir hafa verið verst í kvikmyndum liðins árs, voru veitt í Bandaríkjunum um helgina.

Skammarverðlaunin sem kennd eru við Gullna hindberið (Razzies) og veitt eru fyrir það sem þykir hafa verið verst í kvikmyndum liðins árs, voru veitt í Bandaríkjunum um helgina. Athygli vekur að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps, hlaut tvenn verðlaun fyrir umtalað atriði þar sem hann kemur fyrir í Borat Subsequent Moviefilm, sem versti aukaleikari, og fyrir versta „dúett“ á skjánum, ásamt rennilásnum á buxum sínum. Kvikmyndin um einhverfu sem tónlistarkonan Sia leikstýrði hreppti þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir verstu leikstjórn, og þá hreppti Absolute Proof, kvikmynd gerð til stuðnings við Donald Trump, þar sem haldið er fram að forsetakosningunum hafi verið stolið frá honum, verðlaunin fyrir að vera versta kvikmynd ársins.