Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Til staðar , verður opnuð í dag kl. 17 að Nýp á Skarðsströnd í Dalasýslu. Er það ein af þremur sýningum sem Katrín hefur unnið í jafnmörgum landsfjórðungum, þ.e. við Hoffell undir Vatnajökli, á Skarðsströnd við Breiðafjörð og í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Hugmyndin að baki verkunum tengist samspili hráefnis á ákveðnum stað, mannlegu inngripi og ferlum náttúrunnar sjálfrar, segir í tilkynningu og að sýningin að Nýp innihaldi þrjú ljósmyndaverk Katrínar sem og heimildir um framkvæmd verkanna í formi ljósmynda og myndbands. Vegna fjöldatakmarkana þurfa gestir að skrá heimsókn með pósti á nyp@nyp.is.