Eggert Thorarensen forstjóri var fæddur á Móeiðarhvoli í Hvolhr., Rang., 26. maí 1921. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen, bóndi og hreppstjóri á Breiðabólsstað í Fljótshlíðarhr., Rang.

Eggert Thorarensen forstjóri var fæddur á Móeiðarhvoli í Hvolhr., Rang., 26. maí 1921. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen, bóndi og hreppstjóri á Breiðabólsstað í Fljótshlíðarhr., Rang., síðar forstjóri Bifreiðastöðvar Reykjavíkur, og Ingunn Eggertsdóttir Thorarensen húsfreyja.

Eggert útskrifaðist sem stúdent 1940 frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk fyrri hluta lögfræðiprófs 1944. Hann starfaði sem leigubifreiðastjóri og síðar skrifstofumaður. Árið 1953 tók hann við starfi forstjóra BSR og gegndi því til ársins 2000. Hann reisti m.a. tvennar höfuðstöðvar og jók reksturinn jafnt og þétt.

Eggert lék knattspyrnu með Víkingi og fótboltafélagi BSR, sat í stjórn Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 1946 til 1951 og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins eftir það. Eggert var minnugur og fjölfróður, farsæll viðskiptamaður og naut hvarvetna trausts og álits.

Kona Eggerts var Kristbjörg G. Thorarensen húsmóðir, sonur þeirra er Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR.

Eggert lést 30. mars 2008.