— Morgunblaðið/Eggert
Hönnunarmars er nú í fullum gangi og hafa nokkrar sýningar verið settar upp í Hönnunarsafni Íslands af því tilefni. Nú er þar sýning Ýrar Jóhannsdóttur, sem vinnur undir nafninu Ýrúrarí.
Hönnunarmars er nú í fullum gangi og hafa nokkrar sýningar verið settar upp í Hönnunarsafni Íslands af því tilefni. Nú er þar sýning Ýrar Jóhannsdóttur, sem vinnur undir nafninu Ýrúrarí. Hún hefur unnið að eigin verkum sem snúast um að gefa ónýtum peysum frá Rauða krossinum nýtt líf með skapandi og skemmtilegum viðgerðum. Ýr hefur einnig fengið fólk til að taka að sér peysur í fataviðgerðasmiðjum.