EM Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti árangur sinn í Búdapest.
EM Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti árangur sinn í Búdapest. — Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson
Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 52. sæti í 100 metra skriðsundi og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í 58. sæti á Evrópumótinu í Búdapest í gær en keppendur voru 69.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 52. sæti í 100 metra skriðsundi og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í 58. sæti á Evrópumótinu í Búdapest í gær en keppendur voru 69. Snæfríður synti á 56,63 sekúndum og Jóhanna náði sínum besta árangri þegar hún synti á 57,35 sekúndum.

Jóhanna Elín mætir aftur til leiks á mótinu í dag og syndir 50 metra flugsund og þá syndir Dadó Fenrir Jasmínuson 50 metra skriðsund, auk þess sem blönduð boðsundssveit Íslands í 4x100 metra skriðsundi mætir til leiks.