Hvernig sæki ég að þér? Alveg ljómandi. Ég er úti í garði að horfa á fuglana. Þú rekur Kómedíuleikhúsið, segðu mér frá því. Það er atvinnuleikhús sem við höfum rekið hér á Vestfjörðum í tvo áratugi.
Hvernig sæki ég að þér?

Alveg ljómandi. Ég er úti í garði að horfa á fuglana.

Þú rekur Kómedíuleikhúsið, segðu mér frá því.

Það er atvinnuleikhús sem við höfum rekið hér á Vestfjörðum í tvo áratugi. Við höfum aðallega verið að setja upp einleiki en ástæðan er kannski sú að ég er eini atvinnuleikarinn hér á Vestfjörðum. En nú setjum við upp brúðuleikhúsverkið Bakkabræður, sem er verk númer 49 sem við setjum upp. Við erum mikið að vinna með efni úr vestfirska sagnaarfinum en bregðum okkur af og til norður eins og núna og gerum verk um þessa vinsælustu bræður Íslandssögunnar.

Ert þú maðurinn sem stjórnar brúðunum?

Já, ég er bara þjónn brúðanna.

Hvar sýnið þið?

Í Haukadal í Dýrafirði. Við gerðum upp krúttlegt félagsheimili sem við keyptum hjónin fyrir mörgum árum og breyttum í leikhús. Það býr enginn í þessum dal og ekki einu sinni ljósastaur þarna.

Eruð þið að sýna í allt sumar?

Já. Það er bara bullandi bjartsýni í gangi. Hingað kemur alltaf fjöldi manns. Það verður rosalega gaman að koma Bakkabræðrum á svið.

Er þetta fullt starf hjá ykkur hjónunum?

Já, þótt ótrúlegt sé. Enda þurfum við ekkert mikið, bara hafið og fjöllin.

Átti ekki að sýna Bakkabræður fyrir löngu?

Jú, þetta hefur verið langt ferli því við þurftum að bakka með Bakkabræður vegna kórónuveirunnar. En nú mun það takast! Við höfum aldrei æft sýningu jafn vel og lengi. Nú komum við Bakkabræðrum úr bakkgír og í fluggír!

Bakkabræður er brúðuleikhússýning um þá Gísla, Eirík og Helga sem sýnd verður í Haukadal í Dýrafirði í allt sumar. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir. Lög Diddúar hljóma við tónlist sem Björn Thoroddsen gítarleikari samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannaði brúður og leikmynd. Frumsýnt var 22. maí. Miðar fást á tix.is.