Origo lækkaði um 1,1% í Kauphöll Íslands í gær en viðskipti með bréf félagsins voru afar takmörkuð, aðeins 104 þúsund krónur. Þá voru engin viðskipti með bréf Skeljungs .
Origo lækkaði um 1,1% í Kauphöll Íslands í gær en viðskipti með bréf félagsins voru afar takmörkuð, aðeins 104 þúsund krónur. Þá voru engin viðskipti með bréf Skeljungs . Mesta hækkun varð á bréfum Brims sem skilaði uppgjöri eftir lokun markaða á fimmtudag. Hækkuðu bréf félagsins um 2,5% í 225 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Festar um ríflega 2% í ríflega 950 milljóna viðskiptum. Bréf Arion banka hækkuðu um rúm 1,9% í ríflega 975 milljóna króna viðskiptum.