„Tilgangurinn með verkefninu er að ná til ungs fólks og fá það til þess að hugsa hvað er eðlilegt og hvað ekki í samböndum.
„Tilgangurinn með verkefninu er að ná til ungs fólks og fá það til þess að hugsa hvað er eðlilegt og hvað ekki í samböndum. Það er svona helsti tilgangurinn með prófinu og þetta er eitthvað sem við byggjum á reynslu fólks sem hefur komið til Stígamóta,“ segir Heiðrún Fivelstad, verkefnastýra hjá Stígamótum, í viðtali við Síðdegisþáttinn um nýtt próf sem Sjúk ást gaf út á dögunum. Í prófinu getur fólk prófað sig áfram og athugað hvort það skilgreini hluti í samböndum á réttan hátt. Heiðrún segir að mikið af því sem komið sé inn á í prófinu sé í rauninni um andlegt ofbeldi og hvenær stjórnun sé orðin að slíku. Viðtalið við Heiðrúnu má nálgast í heild sinni á K100.is.