Vinkonur Karen og Freyja sýna saman.
Vinkonur Karen og Freyja sýna saman.
Myndlistarsýningin Milli tveggja heima verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í Lýðræðisbúllunni, Bergstaðastræti 25B. Verður það síðasta sýningaropnunin í húsinu.

Myndlistarsýningin Milli tveggja heima verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í Lýðræðisbúllunni, Bergstaðastræti 25B. Verður það síðasta sýningaropnunin í húsinu. Tvær myndlistar- og vinkonur sýna saman og hafa þær síðastliðið ár átt í samtali með því að deila myndum með hvor annarri af vinnustofu sinni og sýnishornum úr skissubókum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þannig liðu vikur og mánuðir á tímum heimsfaraldurs, með samtali sem oft var án orða. Sérlegt áhugasvið vinkvennanna er hið óræða og samspil lita, afgerandi litafletir og grafísk nálgun á myndefni. Samtal þeirra spannar allt á milli himins og jarðar en hér er landslagið í forgrunni. Málverk í blandaða miðla sem saman gefa upp myndir af landslagi sem bæði virkar jarðneskt og handanheims,“ segir í tilkynningu.

Freyja sýnir útskornar veggmyndir og vatnslitamyndir á pappír og Karen málverk unnin með akríl á striga.