„Ég er sem sagt ein af tuttugu og sjö konum alls staðar að úr heiminum sem er að gefa út bókina Sacred Rebel sem kemur út á Amazon,“ segir Kristín Þórsdóttir kynlífsmarkþjálfi í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar.
„Ég er sem sagt ein af tuttugu og sjö konum alls staðar að úr heiminum sem er að gefa út bókina Sacred Rebel sem kemur út á Amazon,“ segir Kristín Þórsdóttir kynlífsmarkþjálfi í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar. Kristín segist hafa farið algjörlega út fyrir þægindaramma sinn við gerð bókarinnar en hún er nú þegar orðin metsölubók í mörgum flokkum á Amazon. Hver kona á einn kafla í bókinni sem fjallar um konur alls staðar að og hvernig lífið hefur mótað þær á þann stað sem þær eru á í dag hvað varðar vinnu og hvað þær gera. Kristín hefur orðið fyrir mörgum áföllum í lífinu og skrifar hún sögu sína út frá þeim. Viðtalið við Kristínu um útgáfu bókarinnar má nálgast í heild sinni á K100.is.