Jóna Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1935. Hún lést á Vífilsstöðum 25. apríl 2021. Útförin var gerð 10. maí 2021.

Elsku mamma, góða og fallega kona.

Nú ertu farin frá okkur, skilin við. Hvert ferðu? Hvert ætlarðu að fara? Nú er 10. maí 2021, Día og Natalie komu til landsins alla leið frá Bretlandi til að óska þér góðrar ferðar. Hvert ferðu mamma?

Mamma, þú ert besta vinkona mín. Ég ætlaði að gefa þér inniskóna en þá var það of seint. Ég veit ekki af hverju ég græt, ég græt þig mamma. Það var engin lognmolla í kringum þig mamma. Þú hefur yfirgefið okkur og farið í ferðalag til fyrirheitna landsins, lands okkar allra. Við söknum mikið – hittumst síðar besta mamma í heimi.

Mamma, ertu vakandi mamma mín?

Mamma, ég vil koma til þín.

Ó mamma, gaman væri að vera stór.

Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,

mér finnst gott að koma til þín.

En mamma, áðan dreymdi mig draumum þig.

En datt þá fram úr og það truflaði mig.

Þú varst drottning í hárri höll.

Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll,

lék þér og söng í senn, hún var svo stórfengleg.

Tröllin þau börðu á bumburnar.

Blómálfar léku á flauturnar.

Fiðlurnar mennskir menn,

á mandolín ég.

Allir mændum við upp til þín.

Eins og blóm þegar sólin skín.

En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt.

Flestum gekk vel að grípa sitt.

Glaður náði ég fjótt í mitt.

En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt.

Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,

mér finnst gott að koma til þín.

En mamma, gaman væri að vera stór.

Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Mamma er farin, hún er lögð af stað.

Þín dóttir,

Hrafnhildur.