Frá og með næsta þriðjudegi, 25. maí, geta fleiri áhorfendur en áður mætt á íþróttaviðburði en þá tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra þar sem dregið verður úr samkomutakmörkunum.
Frá og með næsta þriðjudegi, 25. maí, geta fleiri áhorfendur en áður mætt á íþróttaviðburði en þá tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra þar sem dregið verður úr samkomutakmörkunum. Frá og með þeim degi hækkar hámarksfjöldi í hverju sóttvarnahólfi úr 150 í 300 manns. Þar með getur áhorfendum fjölgað úr 300 í 600 þar sem um tvö sóttvarnahólf er að ræða og úr 450 í 900 þar sem hægt er að koma við þremur sóttvarnahólfum.