Skellur Spennutryllirinn The Woman In The Window, nýja kvikmyndin hans Joe Wrights, sem m.a. gerði Darkest Hour, fær mikinn skell hjá gagnrýnendum ytra. IndieWire gefur henni D+ og segir metsölubók A.J. Finn, sem myndin byggir á, rústað á hvíta...
Skellur Spennutryllirinn The Woman In The Window, nýja kvikmyndin hans Joe Wrights, sem m.a. gerði Darkest Hour, fær mikinn skell hjá gagnrýnendum ytra. IndieWire gefur henni D+ og segir metsölubók A.J. Finn, sem myndin byggir á, rústað á hvíta tjaldinu. The Guardian segir áhorfendur líklegri til að skella upp úr en falla í stafi á ögurstund spennunnar og að þeim líði eins og að þeir séu að lesa bók í miðri rúgbítæklingu, slík sé óreiðan. Variety segir samtölin undarlega stíf og hver tilgerðarlega uppákoman reki aðra. Allt kemur greinilega fyrir ekki þótt handritið sé eftir verðlaunaleikskáldið Tracy Letts og einvalalið leikara komi fram í myndinni, svo sem Amy Adams, Gary Oldman, Julianne Moore, Anthony Mackie og Jennifer Jason Leigh.