Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, flytur Pulcinellu, svítu fyrir hljómsveit eftir Igor Stravinskíj, í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Hljómsveitin mun einnig leika sinfóníu nr.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, flytur Pulcinellu, svítu fyrir hljómsveit eftir Igor Stravinskíj, í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Hljómsveitin mun einnig leika sinfóníu nr. 5 í B-dúr eftir Franz Schubert og tvö verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Franz Doppler og Charles Griffes. Einleikari verður Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari sem lýkur námi við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í vor. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004 og er skipuð 13-25 ára nemum úr Listaháskóla Íslands, tónlistarskólum af höfuðborgarsvæðinu og við tónlistarháskóla erlendis.