Ómeldaði liturinn. S-Allir
Norður | |
♠10764 | |
♥G865 | |
♦10 | |
♣ÁKDG |
Vestur | Austur |
♠82 | ♠ÁKD6 |
♥10742 | ♥-- |
♦K76432 | ♦G985 |
♣5 | ♣108742 |
Suður | |
♠G93 | |
♥ÁKD93 | |
♦ÁD | |
♣963 |
Suður spilar 4♥.
„Spilaðu út spaða, spilaðu út spaða, spilaðu út spaða!“ Það er engu líkara en makker lesi hugsanir þínar, því hann spilar út spaða – og hjarta þitt tekur kipp (þetta eina sanna).
Nei, makker les ekki hugsanir, hann les sagnir. Norður sagði 2♣ við hjartaopnun suðurs og sýndi síðar fyrirstöðu í laufi á fjórða þrepi í slemmuleit. Suður tók þátt í leitinni með fyrirstöðusögn í tígli, en síðan koðnuðu sagnir niður í 4♥. Spaði var sem sagt ómeldaði liturinn og makker ákvað á þeim forsendum að þreifa þar fyrir sér í byrjun.
Þú tekur þrjá slagi á spaðann og makker hendir ♣5 í þann þriðja. Já, austur minn góður, nú er komið að skuldadögum – að launa makker útskotið góða. Það er svo sem vandalaust að spila laufi með allar hendur uppi, en við borðið er afar freistandi að spila fjórða spaðanum, einmitt af því makker kom EKKI út með lauf.