Japanskur lestarstjóri á yfir höfði sér refsingu fyrir að yfirgefa stjórnklefa lestar til þess að fara á salernið.
Athæfið var refsivert af þeim sökum að lestin kom einni mínútu of seint á áfangastað. Seinkunin leiddi til rannsóknar en mikil áhersla er lögð stundvísi almenningssamgangna í Japan.
Um var að ræða svokallaða háhraðalest sem var á 150 kílómetra hraða þegar maðurinn skrapp frá.
Lestarstjórinn viðurkenndi að hafa yfirgefið stöð sína í þrjár mínútur til þess að fara á salernið vegna kviðverkja og skilið starfsmann, sem hafði ekki réttindi, eftir við stjórnvölinn. Reglur kveða á um að lestarstjórinn hefði átt að láta stjórnstöð vita af salernisferðinni. Hann gerði það hins vegar ekki þar sem honum þótti það pínlegt.