Margrét Tekla Arnfríðardóttir (t.v.) og Inga Lind Jóhannsdóttir (t.h.) léku listir sínar í gær á klifurvegg á Klambratúni. Á klifurveggnum eru grip fyrir hendur og fætur sem stelpurnar nýttu sér til þess að komast alla leið upp vegginn.
Margrét Tekla Arnfríðardóttir (t.v.) og Inga Lind Jóhannsdóttir (t.h.) léku listir sínar í gær á klifurvegg á Klambratúni. Á klifurveggnum eru grip fyrir hendur og fætur sem stelpurnar nýttu sér til þess að komast alla leið upp vegginn. Veðrið var gott og tilvalið til að nýta til útivistar. Veður verður sömuleiðis milt á höfuðborgarsvæðinu í dag þó ekki sé útlit fyrir að það verði jafn sólríkt og í gær.