Goldie Hawn á glæstan feril að baki.
Goldie Hawn á glæstan feril að baki.
Þunglyndi Bandaríska leikkonan Goldie Hawn vill að meiri áhersla verði lögð á að fræða skólabörn um þunglyndi, orsakir þess og afleiðingar og starfsemi heilans almennt. Þetta kom fram í viðtali við hana á bresku sjónvarpsstöðinni ITV á dögunum.
Þunglyndi Bandaríska leikkonan Goldie Hawn vill að meiri áhersla verði lögð á að fræða skólabörn um þunglyndi, orsakir þess og afleiðingar og starfsemi heilans almennt. Þetta kom fram í viðtali við hana á bresku sjónvarpsstöðinni ITV á dögunum. Sjálf kveðst Hawn hafa glímt við þunglyndi upp úr tvítugu, um líkt leyti og heimsfrægðin knúði dyra, og átti um tíma erfitt með að fara úr húsi, hvað þá meira. Hún kveðst hafa brugðist við þessu ástandi með því að ræða við lækna og sálfræðinga og lesa sér til um starfsemi heilans sem hafi svo sannarlega skilað árangri. Andleg heilsa hefur verið Hawn hugleikin allar götur síðan en hún er 75 ára.