Unnur Sverrisdóttir
Unnur Sverrisdóttir
Tæplega 7.800 störf hafa verið boðin í átakinu Hefjum störf síðan því var ýtt úr vör 22. mars. Þar af hafa fyrirtækin gengið frá ríflega 2.000 ráðningarsamningum. Til samanburðar voru ríflega 20 þúsund án vinnu í lok apríl og um 4.

Tæplega 7.800 störf hafa verið boðin í átakinu Hefjum störf síðan því var ýtt úr vör 22. mars.

Þar af hafa fyrirtækin gengið frá ríflega 2.000 ráðningarsamningum. Til samanburðar voru ríflega 20 þúsund án vinnu í lok apríl og um 4.000 í skertu starfshlutfalli.

Nokkur utan styrkjakerfis

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir yfir þúsund manns hafa farið af atvinnuleysisskrá í apríl. Þar af nokkur hundruð manns sem ekki voru ráðnir með ríkisstyrk. Hún er bjartsýn á að störfin í áðurnefndu átaki muni skila sér í ráðningum á næstu vikum.

Hátt í sögulegu samhengi

Með þetta í huga kann atvinnulausum að fækka í 14 þúsund í sumar. Það myndi samsvara 7% atvinnuleysi í sumar sem yrði vel yfir meðaltalinu yfir hábjargræðistímann á þessari öld og raunar í sögulegu samhengi.

Unnur segir aðspurð að ekki hafi farið fram greining á áhrifum snjallvæðingar á fjölda starfa í ferðaþjónustu. Hún telji ríkt tilefni til að taka þau áhrif með í greininguna. Með átakinu Hefjum störf fá fyrirtæki styrk til ráðninga. baldura@mbl.is